Heimildamynd um verksmiðjuþorpið í sveitinni


Á Álafossi hófst ullarvinnsla seint á 19. öld og segja má að þar og reyndar víðar um svipað leyti hafi íslenska iðnbyltingin byrjað. Að Álafossi myndaðist einstakt verksmiðjuþorp í sveit sem átti engan sinn líka í íslenskri iðnsögu. Starfsfólkið skipti iðulega tugum, flestir starfsmennirnir bjuggu á staðnum þar sem þeir fengu fæði og húsnæði. Hér leiddu saman hesta sína sveitastúlkur, sem höfðu hleypt heimdraganum, erlendir farandverkamenn í ævintýraleit, íslenskir uppgjafabændur og erlendir sérfræðingar á sviði ullariðnaðar. Þar við bættist fegurð svæðisins frá náttúrunnar hendi sem gefur þessari sögu heillandi umgjörð.

Framleiðendur

Hjálmtýr Heiðdal

Hildur Margrétardóttir

Guðjón Sigmundsson


Stjórn framleiðslu

Hjálmtýr Heiðdal


Handrit

Bjarki Bjarnason

Hildur Margrétardóttir


Klipping:

Anna Þóra Steinþórsdóttir


Meðframleiðsla

Álafoss Productions Mosfellsbæ


Frumsýning: 2013

Lengd: 55 mínútur.


Styrktaraðilar

Menningarsjóður útvarpsstöðva

Útflutningsráð

Álafoss ehf

Mosfellsbær

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Álafoss

Ull & ævintýri

Sigurjón Pétursson, jafnan kallaður Sigurjón á Álafossi, mótaði öðrum fremur vöxt og viðgang Álafossverksmiðjunnar um langt árabil. Árið 1917 eignaðist hann hluta í verksmiðjunni ásamt bróður sínum Einari og nokkrum árum síðar var hún öll komin í eigu hans. Um áratugaskeið mótaði hann verksmiðjureksturinn og setti mikinn svip á allan staðarbrag. Með tilkomu Sigurjóns urðu tímamót í sögu verksmiðjunnar og straumhvörf í íslenskum ullariðnaði. 

ATVINNUVEGA- OG

NÝSKÖPUNARRÁÐUNEYTIÐ

MOSFELLSBÆR