SEYLAN KVIKMYNDAGERÐ

 

Konsúll Thomsen

keypti bíl

Heimildamynd í þremur þáttum um sögu bílsins á Íslandi.


Bíllinn er hluti af menningu nútímans og hefur fylgt  íslensku þjóðinni á mesta framfaraskeiði hennar og átt stóran þátt í því.

Íslendingar litu bílinn strax öðrum augum en nágrannaþjóðirnar. Erlendis voru það kóngar og fyrirmenn sem áttu fyrstu bílana og fóru í skógarferðir með matarkörfu á sunnudögum, en hér sáu menn þá strax sem brúkstæki til flutninga á fólki og farangri. Fyrsti bíllinn var ávallt kallaður Thomsenbíllinn eftir Ditlev Thomsen kaupmannni sem flutti bílin hingað til lands með tilstyrk Alþingis. Bíllinn var keyptur notaður frá Danmörku og reyndist fremur illa við íslenskar aðstæður. Í  myndinni er  saga bílsins á Íslandi sögð allt frá upphafi samgangna til vorra daga.





Höfundar:

Ásgeir Sigurgestsson

Finnbogi Hermannsson

Hjálmtýr Heiðdal


Stjórnandi: Hjálmtýr Heiðdal


Kvikmyndataka: Guðmundur Bjartmarsson og Hjálmtýr Heiðdal


Tónlist: Vilhjálmur Guðjónsson


Framleiðsluár: 1992


Myndin er í þremur þáttum, samtals 110 mínútur.

Myndin var styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands

Thomsensbíllinn, fyrsti bíllinn sem kom til Íslands, var af gerðinni Cudell. Lengi vel var mönnum ekki kunnugt um að til væri eintak af þessari tegund. Nýlega fréttist af samskonar bifreið á safni í Varsjá í Póllandi. Hér eru nokkrar myndir af þeim bíl.