SEYLAN KVIKMYNDAGERÐ
SEYLAN KVIKMYNDAGERÐ
Surtsey
Eyjan svarta
Eyjan svarta er heimildamynd, sem lýsir fæðingu, uppvaxtarárum og hrörnun eldfjallaeyjarinnar Surtseyjar.
Með einstökum kvikmyndum sjáum við eld fæðast úr hafi og nýtt land verða til.
Gosið gerist á þeim tíma sem nútímakenningar um mótun jarðar eru að koma fram. Við kynnumst Sigurði Þórarinssyni jarðfræðingi og lífskúnstner. Hann drukknar næstum því í Atlantshafinu við fyrstu lendingu í Surtsey. Við fáum að vita að hann lifði volkið af en týndi myndavél og rauðu húfunni. Þegar húfumissinum fréttist prjónuðu konur um allt Ísland húfur og sendu honum.
"Hann átti fulla skúffu af rauðum prjónahúfum" segir vinkona hans og blaðamaðurinn Elín Pálmadóttir sem fylgdi honum ávallt við rannsóknir á eldgosum á Íslandi.
Dr. Strula Friðriksson hefur stundað vísindarannsóknir í Surtsey í 40 ár. Sturla, sem er orðinn 80 ára segir frá störfum sínum á eynni sem hefur átt stóran þátt í rannsóknum hans og lífi.
Í myndinni eru sýndar 16 mm kvikmyndir Sveins Ársælssonar útgerðarmanns úr Vestmannaeyjum sýndar í fyrsta sinn opinberlega. Sveinn kvikmyndaði gosið sem stóð í þúsund daga frá 1963- 1967. Hann myndaði einnig uppábúna eyjaskeggja og aðra á leið út á Atlantshafið til að skoða hina rjúkandi Surtsey. Sveinn, sem nú er látinn, ætlaði sjálfur að gera kvikmynd um tilurð eyjunnar.
Einnig eru notaðar kvikmyndir Ósvaldar og Vilhjálms Knudsen ásamt myndum Þorgeirs Þorgeirssonar.
Kíktu á heimasíðu Surtseyjarfélagsins:
http://www.surtsey.is/index.htm
Skoðaðu stikluna
Kvikmyndataka: Mischa Gavrusjov ofl.
Klipping: Steinþór Birgisson
Tónlist: Guðmundur Pétursson
Myndin var styrkt af Kvikmyndamiðsöð Íslands.
Ráðgjafi: Kristín Pálsdóttir
Heimildamynd um Surtsey, 45 mínútur.
Stjórn/Handrit: Helga Brekkan og Torgny Nordin.
Framleiðslufyrirtæki: Seylan ehf og See-Film Stokkhólmi
Sýnd hjá:
SVT Svíþjóð, NRK Noregi og RÚV.
Kvikmyndahátíðir:
Ecocinema Information Section Grikklandi 2004.
Festival International du Film Insulaire
Frakklandi 2005,
Náttúrumyndsahátíð Landverndar 2004.
Ef stiklan birtist ekki smellið þá á „reload page“