Árið 1934 hófst bygging síldarverksmiðju í Djúpavík á Ströndum. Stóriðja hélt innreið sína í fámennan hrepp í miðri heimskreppunni. Í myndinni er saga þorpsmyndunar og síðar fólksflótta sögð og fjöldi Djúpvíkinga segir frá lífinu í litla þorpinu. Gamlar kvikmyndir og ljósmyndir bregða upp lifandi mynd af mannlífi og atvinnustarfsemi sem ekkert skildi eftir sig  nema minningar.





Kynnið ykkur Vestfirði

 

Myndin var gerð  1988.

Höfundar: Finnbogi Hermannsson og Hjálmtýr Heiðdal

Stjórnandi: Hjálmtýr Heiðdal

Tónlist: Gunnar Þórðarson

Sýningartími: 45 min.

Kvikmyndasjóður Íslands studdi verkið. Myndin hefur verið sýnd nokkrum sinnum í RÚV.

Af síldinni öll erum orðin rík

á Ingólfsfirði og Djúpavík