Seylan - kvikmyndagerð
Seylan - kvikmyndagerð
Í Ófeigsfirði á Ströndum hafa menn lifað af gæðum landsins kynslóðum saman, stundað landbúnað, fiskveiðar og fuglatekju og nýtt rekavið til húsagerðar.
Hér hefur sama gamla brýnið verið notað til að hvetja hnífana í fimm ættliði. Enn eru til menn eins og Pétur Guðmundsson hlunnindabóndi í Ófeigsfirði sem halda út, nýta hlunnindin á sama hátt og forfeður þeirra hafa gert öldum saman. Hér er afraksturinn notaður án þess að gengið sé á höfuðstólinn og nýting þessara hlunninda var öldum saman forsenda þess að unnt væri að draga fram lífið í landinu.
Gamla brýnið
Hátíðir :
Í keppni á
Festival International du Film Insulaire
Frakklandi 2005,
Ecocinema Official Competition
Grikklandi 2004,
101 Hólmavik
2004,
Rastegele Foca
Tyrklandi 2003,
Reykjavik Shorts&Docs 2003.
Green Unplugged Festival
USA 2011
Artic Film Festival
Minnesota, USA 2012
Stjórnandi og framleiðandi: Hjálmtýr Heiðdal
Kvikmyndataka: Hjálmtýr Heiðdal
Klipping: Jón Yngvi Gylfason
Tónlist: Tryggvi Hansen og Seiðbandið
Lengd: 45 mínútur
Format: SP Beta / Digibeta og DVCam
Framleiðsluár: 2003
Styrkt af Menningarsjóði útvarpsstöðva, Staðarskála, Árneshreppi og Kaldrananeshreppi.
Pétur Guðmundsson hlunnindabóndi í Ófeigsfirði