SEYLAN KVIKMYNDAGERÐ
SEYLAN KVIKMYNDAGERÐ
Tyrkjaránið er heimildamynd í þremur þáttum um einn átakamesta og sérstæðasta atburð Íslandssögunnar. Að baki myndinni liggur margra ára heimildavinna og undirbúningur. Myndin er tekin á söguslóðum á Íslandi og í tíu öðrum löndum til að lýsa atburðunum og eftirmálum þeirra frá sem flestum hliðum. Myndefni samtímans er notað í ríkulegum mæli til að segja söguna, einnig frásagnir, viðtöl og tölvugrafík.
1. þáttur, Náðarkjör, rekur atburðarásina á Íslandi sumarið 1627, í Grindavík, á Bessastöðum, á Austfjörðum og í Vestmannaeyjum. Heimamenn taka þátt í að segja söguna – Guðbergur Bergsson í Grindavík, austfirskir sagnamenn sem segja þjóðsögur, skólabörn í Vestmannaeyjum o.fl.
2. þáttur, Fegurð þjáningarinnar, greinir frá herleiðingunni til Norður-Afríku, sagt er frá Guðríði Símonardóttur og Ólafi Egilssyni og honum fylgt eftir á heimleið gegnum Evrópu, staldrað er við hlutverk Danakonungs og rakin harmsaga útkaupamanns sem keypti Íslendingum frelsi, ennfremur eru gefin sýnishorn af listsköpun sem orðið hefur til út frá Tyrkjaráninu.
3. þáttur, Morðengill sá, beinir athyglinni að ránsmönnunum og bakgrunni þeirra, einkum foringjanum sem var hollenskur að uppruna. Slóð hans er rakin í ýmsum löndum og spurt spurninga um sekt og sakleysi, trú og tíðaranda.
Höfundur og stjórnandi myndarinnar er Þorsteinn Helgason sagnfræðingur.
Kvikmyndatöku og klippingu annaðist Guðmundur Bjartmarsson.
Framleiðandi: Hjálmtýr Heiðdal
Tónlistarumsjón:
Sverrir Guðjónsson
Hér eru stiklur úr myndinni:
Myndin um Tyrkjaránið er einnig til í styttri útgáfu. Sú útgáfa ber nafnið Atlantic Jihad og hefur verið þýdd á ensku, hollensku, írsku (gelísku), dönsku, hebresku og japönsku.
Íslensk útgáfa hennar nefnist Heilagt stríð í Norðurhöfum og var sýnd í RÚV.
Heimildamyndin um Tyrkjaránið var tilnefnd til íslensku Edduverðlaunanna árið 2002
IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ
Myndin var styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands, Menningarsjóði útvarpsstöðva og Iðnaðarráðuneytinu.
Ljósmyndin er tekin á Karlsbrúnni í Prag
Kvikmyndahátíðir:
FIPA, Frakkland 2003
Í úrslitum á New York Festivals, Television Programming and Promotion 2003.
Xiamem Film festival í Kína 2003.
Humanity Explored San Francisco
BNA 2012