SEYLAN KVIKMYNDAGERÐ
SEYLAN KVIKMYNDAGERÐ
Höfundar handrits:
Karl Smári Hreinsson og Hjálmtýr Heiðdal.
Stjórnandi: Hjálmtýr Heiðdal.
Kvikmyndataka: Hjálmtýr Heiðdal
Klipping: Elísabet Thoroddsen.
Tónlist: Arnhildur Valgarðsdóttir
Lengd: 52 mínútur
Frumsýnd 31. október 2010
Styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands. Ráðgjafi: Páll Baldvin Baldvinsson
14. nóvember 1940 gerðu 500 þýskar sprengjuflugvélar loftárás á borgina Coventry í Englandi. Þessi árás var ein sú mesta sem gerð var á enska borg í styrjöldinni. Dómkirkja borgarinnar, að stofni til frá 12 öld, var gjöreyðilögð. En áður en stríðið skall á höfðu verðmætum gluggum kirkjunnar verið komið fyrir ó öruggri geymlu utan borgarinnar. Þessi árás varð upphafið að atburðarás sem teygði anga sína til Íslands.
Sögulegum kirkjugluggum dómkirkjunnar var stolið og fjöldi þeirra kom síðar fram í íslenskum kirkjum.
Í heimildakvikmyndinni, Saga af stríði og stolnum gersemum, er málið rannsakað og saga sem hefur verið sveipuð helgisögnum og rangfærslum, öll sögð í fyrsta sinn.
Saga af stríði og stolnum gersemum
Uppfært
14.05.16
Blaðagreinar um rúðurnar og kvikmyndina