Seylan-kvikmyndagerð
Seylan-kvikmyndagerð
Í heimildaþáttunum, "Suðurganga Nikulásar" er fjallað um pílagrímsferð Nikulásar Bergssonar suður til Rómar og Landsins helga um miðja 12. öld. Rakin er slóð hans suður, skýrt frá því sem fyrir augu hans bar á leiðinni, dregin upp mynd af fjölbreyttu mannlífi á hinni löngu leið pílagrímsins og sýnt fram á mikilvægi slíkra tengsla fyrir íslenskt miðaldasamfélag. Kvikmyndatökumenn Seylunnar voru samtals um tvo mánuði við upptökur í 10 löndum.
Í myndinni flytur sönghópurinn
Voces Thules tónlist úr Nikulásartíðum og
Þorlákstíðum. Hér til hliðar eru tvö tónverk: Santus og Vera mátt góður
Höfundur: Sumarliði R. Ísleifsson
Kvikmyndataka: Guðmundur Bjartmartsson
Tónlistarumsjón: Sverrir Guðjónsson
Framleiðandi: Hjálmtýr Heiðdal.
Lengd: 2 x 40 mínútur
Framleiðsluár: 1999
Styrkt af Menningarsjóði útvarpsstöðva, Kristnihátíðarnefnd, Kirkjuráði, Kaþólsku kirkjunni á Íslandi og nokkrum fyrirtækjum og stofnunum.
Suðurganga
Nikulásar
Ef stiklan birtist ekki smellið þá á „reload page“